Vorönn
Markaðssetning og kynningarmál
6 ECTS Kennari: Margeir Steinar Ingólfsson (DJ Margeir) Önn: Vorönn Forkröfur: Almennar forkröfur um inngöngu í grunnnám Tungumál: Íslenska
Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, verkefnatímar og verkefnavinna
Innihald og markmið: Farið verður yfir grundvallarþætti í kynningarmálum og samfélags miðlamarkaðssetningu. Skoðað hvernig maður dregur fram söguna í þeim verkefnum sem maður vinnur að. Kennt er hvernig herferðir eru settar upp á Facebook, Instagram, með vefborðum, á Google og YouTube. Kennt verður hvernig Facebook og Google analytics nýtist til að greina herferðir og hvernig hægt er að ná sem mestum árangri fyrir sem minnstan pening.
Hæfni og þekking
Eftir námskeiðið eiga nemendur að kunna að:
- Skilja mikilvægi að draga fram sögu hvers verkefnis.
- Kunna framsetningu á fréttatilkynningum og kynningarefni.
- Vita hvernig maður kemur sögu á framfæri.
- Þekkja markaðssetningu á ólíkum miðlum.
- Vita hvernig miðlar geta unnið saman til að ná sem bestum árangri.
- Hafa skilning á leitavélabestun.
Les- og kennsluefni: Ákvörðun kennara
Framleiðsla menningarefnis
6 ECTS Kennari: Anna Hildur Hildibrandsdóttir Önn: Vorönn Forkröfur: Almennar forkröfur um inngöngu í grunnnám Tungumál: Íslenska
Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, vinnusmiðjur og vinnustaðaheimsóknir
Innihald og markmið: Framleiðsluferli menningarefnis skoðað. Framleiðendur og listrænir stjórnendur úr mismunandi greinum fengnir til að segja frá. Nemendur fá tækifæri til að sitja í vinnusmiðjum með framleiðendum á ólíku efni og velja sér þá grein sem þeir hafa mestan áhuga á. Skoðað er hvernig teymi eru sett saman og hvernig verkefni eru skipulögð og fjármögnuð.
Hæfni og þekking
Eftir námskeiðið eiga nemendur að átta sig á:
- Framleiðsluferli
- Ólíkri nálgun við mismunandi verkefni
- Helstu framleiðslufyrirtækjum innan skapandi greina
Les- og kennsluefni: Glærukynningar, greinar, vefsíður
Hagnýtur höfundaréttur
6 ECTS Kennari: Dr. Rán Tryggavdóttir Önn: Vorönn Forkröfur: Almennar forkröfur um inngöngu í grunnnám Tungumál: Íslenska
Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, umræðutímar, kynningar og verkefnavinna
Innihald og markmið: Farið er yfir mikilvægi höfundaréttar í skapandi greinum. Lagaramminn skoðaður og horft á hvernig sýslað er með höfundarétt.
Hæfni og þekking
Eftir námskeiðið eiga nemendur að átta sig á:
- Lagarammanum í höfundarétti
- Hlutverki rétthafasamtaka á sviði höfundaréttar
- Meginatriðum samninga um höfundarétt
- Ólíkum leiðum til að selja eða framleigja höfundarétt
Les- og kennsluefni: (ákvörðun kennara)
Lokaverkefni
12 ECTS Umsjónarkennari: Anna Hildur Hildibrandsdóttir Önn: Vorönn Forkröfur: Almennar forkröfur um inngöngu í grunnnám Tungumál: Íslenska
Kennsluaðferðir: Nemandi velur sér leiðbeinanda í samráði við umsjónarkennara. Nemandi hefur aðgang að leiðbeinanda sínum vikulega í 12 vikur til að leita ráða hálftíma til klukkutíma í senn.
Innihald og markmið: Nemandi velur sér að vinna að verkefni eða viðburði. Þetta getur falist í hugmynd að viðburði, verkefni innan fyrirtækis sem nemandi velur að starfa hjá, viðskiptaáætlun eða öðru sem nemandi skilgreinir með leiðbeinanda sínum. Leitast er við að nemandi finni hlutverk sem hentar til að halda áfram að þróa starfsferil sinn.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta