Háskólinn á Bifröst er aðili að IN SITU, rannsóknarverkefni um mikilvægi tengsla í landfræðilegu rými, samfélagslegum áhrifum fólks og menningarstarfsemi. Rannsóknin grundvallast á sérstöðu svæða og hvernig þau nýta sér hana í nýsköpun og þróun. Hún byggir einnig á mikilvægi þeirra sem koma að menningarstarfsemi á svæðinu, sem til rannsóknar er, og áhrifum þeirra á uppbyggingu samfélagsins. 

Samandregin markmið IN SITU verkefnisins: 

  • áskorun á ríkjandi þéttbýlishugsun í samhengi menningarhagkerfisins,
  • tæki til að auka meðvitund um virðisaukandi þætti menningar og skapandi greina í dreifbýli
  • stuðla að nýjum viðskiptaháttum og eflingu samvinnu í menningarstjórn
  • draga fram hreyfiafl menningar og skapandi geira á samfélagsþróun í staðbundnu samhengi


IN SITU verkefnið miðar að því að leggja til fjögurra vídda samfélagsins:

  • Styrkja menningu og skapandi greinar innan Evrópu:
    Hvetja til nýrra viðskiptalíkana og nálgana innan menningar og skapandi greina á dreifbýlissvæðum.
  • Styrkja getu og tengsl innan greina og þvert á geira innan landssvæða
  • Gera menningarfyrirtækjum í dreifbýli kleift að leggja með öflugum hætti til vaxtar og framfara menningar og skapandi greina í Evrópu.

Auka tengsl á milli nýsköpunar og menningarstefnu:

  • Meta hvernig svæðisbundnar nýsköpunaráherslur geta virkjað og styrkt þróun menningar og skapandi greina.
  • Skoða hvernig hægt er að samræma svæðisbundnar nýsköpunaráætlanir og menningarstefnu til að styrkja stefnumótun og stefnuramma fyrir menningu og skapandi greinar á dreifbýlissvæðum.
  • Sýna hvernig menning og skapandi greinar geta gengt leiðandi hlutverkum sem drifkraftar efnahagslegrar og félagslegrar nýsköpunar.

Upplýsa menningar og skapandi geirann í Evrópu almennt:

  • Draga fram hvernig staðbundin sérkenni stuðla að verðmætasköpun  innan menningar og skapandi starfsemi í Evrópu.
  • Greina hvernig betur má búa að þverfaglegu samstarfi á milli greina og geira.

Draga fram og styrkja getu menningar og skapandi greina til að stuðla að vellíðan og sjálfbærni samfélaga utan þéttbýlis:

  • Skoða virðiskeðju menningar og skapandi greina og víxláhrif þeirra á milli og á aðrar atvinnugreinar bæði í efnahagslegu og félagslegu tilliti.
  • Skoða og skýra getu menningar og skapandi greina til að takast á við og leysa staðbundin mál og þau vandamál sem stuðla að menningarlega viðkvæmri sjálfbærni.
  • Efla og stykja þverfaglegt samstarf og stjórnun til framtíðar.