IN SITU er nýtt alþjóðlegt rannsóknarverkefni sem Háskólinn á Bifröst er aðili að og tekur þátt í að vinna fram til ársins 2026. Verkefnið er styrkt af Horizon sjóð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
IN SITU er framkvæmdarstýrð rannsókn sem skoðar mikilvægi tengsla á landfræðilegu rými, samfélagslegum áhrifum fólks og menningarstarfsemi. Hún byggir á mikilvægi þeirra sem koma að menningarstarfsemi á landsvæðinu, sem til rannsóknar er, og áhrifum þeirra á uppbyggingu samfélagsins.
Tilgangur IN SITU rannsóknarinnar er að auka skilning á formgerð, ferlum og stjórnun fyrirtækja í skapandi greinum í dreifbýli í Evrópu. Skoðað verður hvernig efla megi nýsköpun hjá frumkvöðlum og fyrirtækjum í skapandi greinum og stuðla með því móti að aukinni samkeppnishæfni og sjálfbærni landsbyggðar. Þrettán háskólar og stofnanir í tólf Evrópulöndum taka þátt í verkefninu. Vesturland er eitt af sex tilraunasvæðum IN SITU. Hin tilraunasvæðin eru staðsett í Portúgal, Finnlandi, Lettlandi, Króatíu og á Írlandi.
Fyrsti hluti rannsóknarinnar er menningarleg kortlagningin (Cultural Mapping), samfélagslegt verkefni og rannsókn (Community-Engaged Research) sem byggir á þátttöku samfélagsins í staðbundnu samhengi (Place-Based Approach). Niðurstöður verkefnisins geta skilað áhrifum á stefnumótun staðbundið, aukið skilning á menningarlegum verðmætum og þróun samfélagsins á Vesturlandi.
IN SITU verkefnið miðar að því að leggja til fjögurra vídda samfélagsins:
- Styrkja menningu og skapandi greinar innan Evrópu:
- Hvetja til nýrra viðskiptalíkana og nálgana innan menningar og skapandi greina á dreifbýlissvæðum.
- Styrkja getu og tengsl innan greina og þvert á geira innan landssvæða
- Gera menningarfyrirtækjum í dreifbýli kleift að leggja með öflugum hætti til vaxtar og framfara menningar og skapandi greina í Evrópu.
- Auka tengsl á milli nýsköpunar og menningarstefnu:
- Meta hvernig svæðisbundnar nýsköpunaráherslur geta virkjað og styrkt þróun menningar og skapandi greina.
- Skoða hvernig hægt er að samræma svæðisbundnar nýsköpunaráætlanir og menningarstefnu til að styrkja stefnumótun og stefnuramma fyrir menningu og skapandi greinar á dreifbýlissvæðum.
- Sýna hvernig menning og skapandi greinar geta gengt leiðandi hlutverkum sem drifkraftar efnahagslegrar og félagslegrar nýsköpunar.
- Upplýsa menningar og skapandi geirann í Evrópu almennt:
- Draga fram hvernig staðbundin sérkenni stuðla að verðmætasköpun innan menningar og skapandi starfsemi í Evrópu.
- Greina hvernig betur má búa að þverfaglegu samstarfi á milli greina og geira.
- Draga fram og styrkja getu menningar og skapandi greina til að stuðla að vellíðan og sjálfbærni samfélaga utan þéttbýlis:
- Skoða virðiskeðju menningar og skapandi greina og víxláhrif þeirra á milli og á aðrar atvinnugreinar bæði í efnahagslegu og félagslegu tilliti.
- Skoða og skýra getu menningar og skapandi greina til að takast á við og leysa staðbundin mál og þau vandamál sem stuðla að menningarlega viðkvæmri sjálfbærni.
- Efla og stykja þverfaglegt samstarf og stjórnun til framtíðar.