Mannauðsstefna
Mannauðsstefna Háskólans á Bifröst byggir á hlutverki, framtíðarsýn og grunngildum skólans sem er að mennta samfélagslega ábyrga leiðtoga og vera leiðandi í námsframboði og kennsluháttum sem mótast af áherslum á samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Grunngildi skólans eru samvinna, frumkvæði og ábyrgð. Mannauðsstefna Bifrastar gengur út á að starfsfólki líði afbragðsvel í starfi samhliða því að það geti framfylgt stefnu skólans og hlutverki hans í samfélaginu.
Starfsfólk Bifrastar helgar sig stefnu, framtíðarsýn og grunngildum skólans, er samfélagslega ábyrgt, og er reiðubúið að taka frumkvæði og vera leiðandi á sínu sviði. Ennfremur er starfsfólk tilbúið að læra og deila þekkingu og er reiðubúið að vera hluti af teymi sem leitast við að þjóna sem best öllum hlutaðeigandi aðilum, þ.á.m. nemendum, starfsfólki, samfélaginu og öðrum velunnurum skólans.
Það þýðir meðal annars að:
- Starfsfólk er meðvitað um hlutverk, framtíðarsýn og grunngildi skólans.
- Skólinn fræðir starfsfólk um hlutverk, framtíðarsýn og grunngildi skólans og gerir því kleift að starfa eftir þessum þáttum.
Háskólinn á Bifröst er vinnustaður sem lítur á starfsfólkið sem lykilþátt í velgengni skólans. Háskólinn á Bifröst hefur það sem megin markmið að gefa starfsfólki kost á að vaxa og dafna, jafnt í starfi sem og í einkalífi, og að það geti nýtt styrkleika sína sem best.
Þetta þýðir meðal annars að:
- Bifröst býður starfsfólki upp á viðeigandi starfsþjálfun
- Bifröst leggur áherslu á markvissa starfsþróun í samvinnu við starfsfólk
- Bifröst leggur áherslu á eflingu bæði líkamlegar og andlegrar vellíðunar
- Bifröst leggur áherslu á sanngirni og jafnrétti á öllum sviðum og virðir réttindi og skyldur starfsfólks
- Starfsfólk fær tækifæri til að njóta bæði vinnu og einkalífs
- Starfsfólk fær tækifæri til að vera skapandi og leiðandi á sínu sviði og njóta lífsins!
Tilgangur mannauðsstefnu Háskólans á Bifröst er að starfsfólk fái að njóta sín til fullnustu í starfi samhliða að framfylgja stefnu og gildum skólans. Þannig mun Háskólinn á Bifröst geta þjónað starfsfólki, nemendum, velunnurum og samfélagi sínu.
Yfirfarið á fundi í Háskólaráði 15. maí 2019
Gildir frá 1. ágúst 2019
Staðfest af rektor 4. júní 2019