Myndin er af vinnustofu sem fór fram á Bifröst á síðasta ári fyrir tilstyrk IN SITU verkefnisins.

Myndin er af vinnustofu sem fór fram á Bifröst á síðasta ári fyrir tilstyrk IN SITU verkefnisins.

21. apríl 2024

Vörumerkið mitt og vörumerkið Vesturland

Háskólinn á Bifröst býður frumkvöðlum, listamönnum, menningarstjórnendum, kennurum, nemendum og öllum sem áhuga að tileinka sér starfseflandi þekkingu, á vinnustofu sem verður í Hjálmakletti, Menntaskóla Borgarfjarðar, dagana 30. – 31. maí nk. 

Samanstendur vinnustofan af fimm ólíkum námskeiðum og hefst á morgunverðarhristingi þar sem lögð verður áhersla á tengslamyndun þátttakenda.

Í þessari einstöku vinnustofu gefst Vestlendingum tækifæri til að læra af innlendum og erlendum sérfræðingum á ólíkum sviðum, en á meðal þess sem fjallað verður um er sjálfsmynd út frá búsetu, sameiginleg vörumerki og hvernig nýta megi frásagnarlistina. Þá verður farið yfir nýjustu leiðir í stafrænni markaðssetningu og fjármögnunarmöguleikar skoðaðir, bæði úr innlendum og alþjóðlegum sjóðum.  

Vinnustofan er opin öllum Vestlendingum og þátttaka er ókeypis, en nauðsynlegt er að skrá sig á meðfylgjandi slóð. Hægt er að skrá sig á einstök námskeið eða vinnustofuna í heild. Þátttaka er takmörkuð við 25 einstaklinga á hverju námskeiði. 

Verkefnið er unnið í samstarfi við National Academy of Theatre and Film Arts „Kr. Sarafov“ í Búlgaríu og er hluti af IN SITU rannsókninni sem skoðar áhrif menningar og skapandi greina á nýsköpun. Vesturland er eitt af sex tilraunasvæðum í Evrópu.  

Frekari upplýsingar veitir Anna Hildur Hildibrandsdóttir, annah@bifrost.is, s. 866 7555 

Dagskrá vinnustofunnar 

Fimmtudagur 30. maí 

  • 9:30 – 11:00 – Morgunverðarhristingur 
    Þátttakendur kynna sig yfir léttum morgunverði.  
    Anna Hildur Hildibrandsdóttir fagstjóri skapandi greina og Erna Kaaber sérfræðingur við Háskólann á Bifröst bjóða fólk velkomið og kynna IN SITU samfélagsrannsóknina 
  • 11:00 – 12:30 – Sjálfsmynd og landsvæði/búseta og sameiginleg vörumerki (Regional identity and collective trademarking) Fer fram á ensku og íslensku 
    Carolina Castaldi frá Utrecht háskóla og Eiríkur Sigurðsson frá Hugverkastofu 
  • 12:30 – 13:30 – Hádegisverður 
  • 13:30 – 15:00 – Stafræn markaðssetning 
    Sigurður Már Sigurðsson stofnandi Arcade 
  • 15:00 – 15:30 – Kaffi 
  • 15:30 – 17:00 – Samskipti og frásagnarfærni (Communication and exercising storytelling) Fer fram á ensku 
    Michael Hendrix Hönnuður og listamaður 

Föstudagur 31. maí 

  • 9:15 – 10:45 – Norræna og Evrópska sjóðakerfið - Hvernig finnur maður réttu sjóðina og samstarfsfólkið? 
    Sérfræðingar Rannís segja frá ólíkum sjóðum  
  • Sigrún Ólafsdóttir, Horizon 
  • Mjöll Waldorff, Enterprice Europe Network, Tækniþróunarsjóður og nýsköpun 
  • Ragnhildur Zoega, Creative Europe (kvikmynda og menningaráætlun ESB), Uppbyggingarsjóður EES og innlendir menningarsjóðir  
  • 10:45 – 11:00 – Kaffi 
  • 11:00 – 12:30 – Hvað þarf til að gera góða umsókn - verkfæri og þjálfun 
    Lidia Varbanova frá National Academy of Theatre and Film Arts “Kr. Sarafov” í Búlgaríu og Bjargey Anna Guðbrandsdóttir ráðgjafi 

Skráning á vinnustofuna er hér

IN SITU er framkvæmdastýrð rannsókn sem skoðar mikilvægi tengsla á landfræðilegu rými, samfélagslegum áhrifum fólks og menningarstarfsemi. Rannsóknin grundvallast á sérstöðu svæða og hvernig þau nýta sér hana í nýsköpun og þróun. Rannsóknin er leidd af CES í Portúgal en að henni koma 13 rannsóknastofnanir í 12 Evrópulöndum. Vesturland er eitt af sex tilraunasvæðum rannsóknarinnar og vinnustofan er liður í þeirri þjálfun sem verkefni býður upp á í tengslum við rannsóknina. Verkefnið er styrkt af Horizon sjóð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.  

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta