Rannsókn á óstaðbundnum störfum
10. mars 2025

Rannsókn á óstaðbundnum störfum

Rannsóknarsetur í byggða- og sveitarstjórnarmálum vinnur nú að könnun um hreyfanleika starfa og vinnuafls. Þar er aðal áherslan á að sjá hvernig afstaða fólks er til óstaðbundinna starfa sem og búsetu, ef starf er ekki bundið ákveðnum vinnustað. Eru vinnustaðir yfirleitt með stefnu um óstaðbundin störf og hverjar eru helstu hindranir fyrir því að vinna meira utan fasts vinnustaðar eða höfuðstöðva fyrirtækja. Könnun var send út á stórt tilviljunarúrtak á sms smáskilaboðum en fyrir þá sem vilja taka þátt þá er hlekkur á könnun https://www.surveymonkey.com/r/JGTSB2Q