Uppsögn á húsnæði

Leigutakar eru beðnir að senda uppsögn á húsnæði í tölvupósti á netfangið husnaedi@bifrost.is. Takið fram nafn, húsnæði og númer (herbergisnúmer) ásamt brottfarardegi. Uppsagnarfrestur er einn mánuður og miðast við næstu mánaðamót. Dæmi: Ef sagt er upp um miðjan nóvember þá greiðir leigutaki út desember en gæti farið út á tiltekinni dagsetningu í janúar án þess að greiða út janúar. 

Úttektir

Úttekt á húsnæði á að fara fram á dagvinnutíma og er síðasta úttekt almennt ekki seinna en kl. 15:30. Hringja skal  í síma 433 3062 eða senda tölvupóst á husnaedi@bifrost.is og panta úttekt.

Við skil á húsnæði biður leigutaki um úttekt á því og framkvæmir fulltrúi leigusala hana að leigutaka viðstöddum eða fulltrúa hans.

Ef leigutaki skilar ekki af sér húsnæði þarf hann að greiða kr. 5.000,- Ef húsnæði er ekki í lagi greiðir leigjandi kostnað vegna þrifa kr. 3.500,- pr. klst.

Úttekt á húsnæði utan dagvinnutíma 5.000 kr. og er háð því að starfsfólk vilji taka slíkt að sér.

Ef hlífðardýnum er ekki skilað hreinumvið úttekt þá verður leigutaki rukkaður um kr. 3.000,- pr. stk. Ef ruslafötu vantar er rukkað um kr. 1.000,-. Ef leigt er með húsbúnaði og það vantar húsbúnað eða húsbúnaður er skemmdur er rukkað samkvæmt kostnaðarverði á markaði hverju sinni.

Athugið!
Herbergi eða íbúð telst ekki skilað fyrr en úttekt á þrifum hefur farið fram, sameign þar með talið þar sem það á við. Sjá þjónustugjaldskrá.
Umsjónarmaður húsnæðis sér um úttekt á leiguhúsnæði.
Úttektarsíminn er 433 3062. Einnig er hægt að senda tölvupóst á husnaedi@bifrost.is.

Umsjónarmaður húsnæðis