Gátlisti vegna þrifa
Gátlisti vegna þrifa á herbergjum og íbúðum nemendagarða
Þrífa skal:
- Skápa innan og utan ásamt skápahurðum, uppi á skápum.
- Skúffur innan og utan.
- Bletti á veggjum og gólflista (ath. sérstaklega bakvið og undir skrifborð).
- Gardínukappa og kringum glugga (ath. flugnaskít).
- Glugga og gluggarúður.
- Reykskynjara.
- Ljósin (ath. dauðar flugur og flugnaskít).
- Hurðir utan og innan (ath. hurðaföls).
- Myndir á veggjum.
- Ryksuga þar sem eru teppi.
- Þvo klósett, vaska, spegla og sturtur/baðkör.
(ath. kísilhreinsa vaska, sturtur og blöndunartæki). - Sturtuhengi (ath. má þvo í þvottavél á 60° hita).
- Afþýða frystihólf/skápa eftir þörfum. Henda gömlum mat.
- Þrífa ísskápa, henda gömlum mat og þrífa bakvið ísskápa.
- Þrífa eldavél, ofn og viftu og á bakvið eldavélar.
- Þvo hlífðardýnur af rúmum og setja á rúmin aftur.
Leigutökum ber skylda samkvæmt húsaleigusamningi að taka þátt í allsherjarhreingerningu við lóðir a.m.k. tvisvar á ári.
Sérstaklega til viðbótar í Bolla- og Vallakotum, Görðum, og Vist.
Samkvæmt húsaleigusamning eiga leigutakar að hreingera vel allt sameiginlegt rými reglulega og geta leigutakar farið fram á sameiginlega stórhreingerningu a.m.k. tvisvar á ári eða oftar ef einn eða fleiri flytja úr húsnæðinu. Þetta á einnig við um lóð. (Minnt er sérstaklega á geymslur, uppi á eldhússkápum, ísskápa, frystiskápa, eldavélar, ofna, viftur og einnig sígarettustubba og rusl í og við sameignir).