BS nám með áherslu á verslunarstjórnun er sniðið að þörfum þeirra sem hafa áhuga á sérhæfðu viðskiptafræðinámi í smásöluverslun og vilja auka við þekkingu sína, færni og leikni á því sviði.
Verslunarstjórnun er eitt af átta kjörsviðum í viðskiptafræði, en hver nemandi getur valið allt að tvö slík áherslusvið í námi sínu. Námið hentar þeim sérstaklega sem starfa eða stefna að því að starfa í verslunarstjórnun.
Sérhæfing námsins byggir á áföngum sem eru þróaðir með sérþarfir verslunarinnar í huga og með þátttöku lykilfyrirtækja í greininni. Kennarar eru sérfræðingar og með mikla reynslu í verslunarstjórnun.
Sérhæfing námsins kemur fram í eftirfarandi skyldunámskeiðum:
- Heildræn verslunarstjórnun
- Birgða-, vöru- og rekstrarstjórnun
- Þjónustustjórnun
- Hagnýt lögfræði
-
Nám í viðskiptafræði á Bifröst
Markmiðið með grunnnámi í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst er að gera nemendum kleift að nýta frumkvæði sitt og sjálfstæði til aukinna áhrifa og ábyrgðarstarfa.
Námið miðar að því að nemendur afli sér þekkingar og færni á sviði viðskipta auk þess að vinna að raunverulegum verkefnum. Fræðilegi hluti Þess felur í sér skilning á fræðilegri greiningu og kenningum og hæfni til að vinna með þær. Þverfagleg nálgun miðar svo að því að efla gagnrýna og skapandi hugsun, atvinnulífi og samfélagi til góða.
-
Umsóknarfrestur
Ekki er tekið við umsókum fyrir vorönn 2025. Umsóknarfrestur vegna náms á haustönn 2025 er til 5. júní.
Opnað verður fyrir umsóknir vegna haustannar þann 1. mars 2025.
-
Inntökuskilyrði
Til að geta innritast í námið þurfa nemendur að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.
Forgangsröðun við inntöku nemenda ræðst af einkunnum.