Sjálfbærnistjórnun

BS nám með áherslu á sjálfbærnistjórnun er sérhæft viðskiptafræðinám, sniðið að þörfum þeirra sem vilja auka við þekkingu sína, leikni og hæfni í sjálfbærni.

Sjálfbærnistjórnun er eitt af átta kjörsviðum, en hver nemandi getur valið af hafa allt að tvær áherslur í BS námi sínu.

Námið er ætlað þeim sem starfa eða stefna að því að starfa að sjálfbærni fyrirtækja, stofnana eða annarra skipulagsheilda. Áhersla er lögð á umhverfislega, félagslega og eftirlitstengda þætti í fyrirtækjarekstri ásamt tilheyrandi matsgerð.

Þá er sérstaklega lögð áhersla á að nemendur öðlist reynslu og hæfni til þess að nýta þekkingu sína á hagnýtan hátt. Kennarar eru sérfræðingar í sjálfbærni fyrirtækja og stofnana og með mikla reynslu á því sviði.

Sérhæfing kemur fram í eftirfarandi skyldunámskeiðum:

  • UFS mælingar og skýrslur
  • Auðlinda- og umhverfishagfræði
  • Áhætta og loftslagsbreytingar
  • Stjórnarhættir fyrirtækja


  • Nám í viðskiptafræði á Bifröst

    Markmiðið með grunnnámi í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst er að gera nemendum kleift að nýta frumkvæði sitt og sjálfstæði til aukinna áhrifa og ábyrgðarstarfa.

    Námið miðar að því að nemendur afli sér þekkingar og færni á sviði viðskipta auk þess að vinna að raunverulegum verkefnum. Fræðilegi hluti Þess felur í sér skilning á fræðilegri greiningu og kenningum og hæfni til að vinna með þær. Þverfagleg nálgun miðar svo að því að efla gagnrýna og skapandi hugsun, atvinnulífi og samfélagi til góða. 

    Nánar um sérstöðu námsins við Háskólann á Bifröst 

  • Umsóknarfrestur

    Ekki er tekið við umsókum fyrir vorönn 2025. Umsóknarfrestur vegna náms á haustönn 2025 er til 5. júní.

    Opnað verður fyrir umsóknir vegna haustannar þann 1. mars 2025.

    Sækja um

  • Inntökuskilyrði

    Til að geta innritast í námið þurfa nemendur að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

    Forgangsröðun við inntöku nemenda ræðst af einkunnum.