Samfélagsmiðlamarkaðssetning
Nám með áherslu á samfélagsmiðlamarkaðssetning er eitt af átta kjörsviðum í viðskiptafræði, en nemandi getur valið um allt að tvær slíkar áherslur í BS námi sínu.
Þetta kjörsvið er sniðið að þörfum þeirra sem vilja sérhæfa sig í stafrænni markaðssetningu á samfélagsmiðlum.
Námið er sérstaklega sniðið að þörfum þeirra, sem starfa eða stefna að því að starfa hjá auglýsingastofum og almannatengslafyrirtækjum eða í markaðs- og kynningarmálum hjá fyrirtækjum, stofnunum og félögum.
Sérstök áhersla er lögð á, að nemendur öðlist reynslu og hæfni til þess að nýta þekkingu sína á hagnýtan hátt. Kennarar eru sérfræðingar í samfélagsmiðlastjórnun og með mikla reynslu á því sviði.
Sérhæfing námsins kemur fram í eftirfarandi skyldunámskeiðum:
- Markaðssamskipti og auglýsingastjórnun
- Stafræn markaðssetning
- Stjórnun stafrænna miðla
- Tilgangur og eðli samfélagsmiðla