Stafræn frásagnargerð
Á þessu námskeiði verður farið yfir grunnþætti myndrænnar efnisgerðar á snjallsímum. Fjallað verður um þróun stafrænnar efnisgerðar og tækninnar í því samhengi. Skoðað verður hvernig sögur eru uppbyggðar og horft á samspil myndmáls, hljóðs, tónlistar og texta. Horft er á mikilvægi myndefnis á stafrænum miðlum og hvernig fólk nálgast tilganginn með efnisgerðinni. Veitt verður þjálfun í að nota mynavélaapp á síma og klippiappið Kinemaster.
Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar
Námskeiðið er fyrir þá sem vilja þekkja grundvallaratriði í stafrænni efnisgerð, handritsgerð og undirbúningi við gerð myndefnis.
Þátttökugjald er 75.000 kr.
Gerð er krafa um að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst
Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sex vikur og hefst 26. maí og stendur til 4. júlí 2025.
Kennari
Kennari námskeiðsins er Anna Hildur Hildibrandsdóttir
Styrkir
Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.
Umsóknarfrestur og skráning
Umsóknarfrestur er til 26. maí 2025.
Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.
Skráning
Skrá mig
Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.
Svona skráir þú þig á námskeið:
- Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
- Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
- Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.
Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.