Öryggis- og viðbragðsáætlanir
Í námskeiðinu verður fjallað um öryggis- og viðbragðsáætlanir, hlutverk þeirra, ritun og frágang. Farið verður yfir mikilvæg skref í undirbúningi slíkra áætlana, s.s. samráð við hagaðila, þarfagreiningar og kynningu, og það hvernig unnið er með slíka áætlanir, bæði þegar hætta steðjar (í framkvæmd) og eins án þess að möguleg hætta sé aðsteðjandi (í viðhaldi).
Það verður fjallað um grunnhugtök öryggisfræðinnar og þau sett í samhengi við öryggis- og viðbragðsáætlanir, um öryggismál og almannaöryggi út frá sjónarmiðum um fyrirbyggjandi aðgerðir (forvarnir) og tengdar áætlanir, og um mikilvægi stjórnenda þegar kemur að kröfum um bætt öryggi, stýringu og eftirfylgni gildandi áætlana.
Unnin verða verkefni sem hafa það að markmiði að kenna handverkið um gerð öryggis- og viðbragðsáætlana, öryggishugsun með áherslu á forvarnir og viðhald áætlana.
Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar
Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga á tileinka sér þekkingu á helstu skrefum við undirbúning og gerð öryggis- og viðbragðsáætlana. Einnig fyrir þá sem vilja auka þekkingu sína til að styðja við öryggismenningu í starfsumhverfi sínu.
Þátttökugjald er kr. 75.000 kr.
Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærilega menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.
Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar. Námskeiðið fæst metið inn í námsleiðir í grunnnámi í Félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er kennt í fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sex vikur og kennsla hefst 26. maí og stendur til 4. júlí.
Þátttakendur taka námskeiðið ásamt nemendum í grunnnámi Háskólans á Bifröst. Þátttakendur geta búist við að verja um 25-30 klukkustundum á viku í vinnu við námskeiðið.
Kennari
Kennari námskeiðsins er Magnús Rannver Rafnsson, stundakennari við Háskólann á Bifröst.
Styrkir
Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.
Umsóknarfrestur
Umsóknarfrestur er til 26. maí 2025.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.
Skráning
Skrá mig
Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.
Svona skráir þú þig á námskeið:
- Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
- Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
- Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.
Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.