Menning, hamfarir og áföll

Menning, hamfarir og áföll

Í þessu námskeiði verður samspilið milli menningar annars vegar, og hamfara og samfélagslegra áfalla hins vegar, skoðað í sögulegu samhengi með áherslu á hugtakið ,,áfall“ (e. trauma) sem menningarlegt fyrirbæri. Í fyrsta hluta námskeiðsins verður fjallað um hamfarir og harðindi á Íslandi, einkum náttúruhamfarir, farsóttir, barnadauða, skepnufelli og uppskerubresti, manntapa á sjó og landi og önnur samfélagsleg áföll og þau sett í alþjóðlegt samhengi. Í öðrum hluta námskeiðs verða nokkur dæmi tekin af samfélagsáföllum í fortíð og nútíð og þau krufin nánar, m.t.t. áhrifa á einstaklinga og samfélög (bæði langtíma- og skammtímaáhrif) og hvernig áföll lifa með og lita samfélög og einstaklinga. Í því samhengi verða hugtök á borð við félagsleg/sammannleg áföll (collective trauma), áföll sem erfast á milli kynslóða (inherited trauma) og áföll þeirra einstaklinga sem koma fólki til aðstoðar eftir hamfarir eða áföll (vicarious trauma) og einnig verður tekið með í reikninginn hvernig mismunandi tíðarandi mótaði viðbrögð (og/eða viðbragðaleysi) samfélagsins í eftirmála áfalla. Tilgangurinn með þessu námskeiði er að nemendur átti sig á því hvernig samfélagið hefur á mismunandi tíma brugðist við stærri sem smærri áföllum og hver langtímaáhrifin hafa verið á menningu komandi kynslóða.

Sjá nánar í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga á tileinka sér þekkingu á helstu hamförum og áföllum í sögu Íslands og vilja skilja menningarleg áhrif áfalla í víðu samhengi.

    Þátttökugjald er kr. 75.000 kr

    Þeir sem taka námskeiðið á grunnnámssstigi þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst. Þeir sem taka það á meistarastigi þurfa að hafa lokið háskólanámi á grunnnámsstigi. 

    Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi eða meistarastigi. 

    Fyrirkomulag

    Námskeiðið er kennt í fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sex vikur og kennsla hefst 26. maí og stendur til 4. júlí.

    Þátttakendur taka námskeiðið ásamt nemendum í grunnnámi Háskólans á Bifröst. Þátttakendur geta búist við að verja um 25-30 klukkustundum á viku í vinnu við námskeiðið.  

    Kennari

    Kennari námskeiðsins er Sigrún Lilja Einarsdóttir, prófessor við Háskólann á Bifröst.

    Styrkir

    Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

    Umsóknarfrestur

    Umsóknarfrestur er til 26. maí 2025.

    Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

     

    Skráning


    Skrá mig

    Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

     

    Svona skráir þú þig á námskeið:

    1. Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
    2. Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
    3. Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.

    Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.