Hagnýt vinnumarkaðshagfræði: Vinnumarkaðurinn og lykilhagtölur
Námskeiðið er hannað fyrir nemendur í forystu og stjórnun. Fjallað er um helstu grunnatriði, hugtök og kenningar í vinnumarkaðshagfræði í hnattvæddum heimi og beitingu grunntækja hagfræðinnar á vinnumarkaði. Farið er yfir helstu vinnumarkaðsstofnanir, hagaðila, sáttmála, samninga og reglugerðir sem móta íslenskan vinnumarkað og hvernig það hefur áhrif á stjórnun í fyrirtækjum. Farið er í hlutverk og viðfangsefni ólíkra hagaðila á vinnumarkaði og lögð áhersla á umfjöllun um íslenskan vinnumarkað. Auk þess er umfjöllunin tengd við áhrif alþjóðavæðingar og fjölþjóðlegra fyrirtækja og samtaka á vinnumarkaði. Fjallað verður um og unnið sérstaklega með ýmsar lykilhagtölur Hagstofunnar og annarra alþjóðlegra stofnana, er lúta að vinnumarkaðinum. Verkfæri hagfræðinnar eru notuð til að greina ákvarðanir vinnuveitenda og starfsmanna og stofnanaþætti er hafa mótandi áhrif á þær ákvarðanir, og þ.m.t. ákvarðanir stéttarfélaga, samtaka atvinnurekenda, stjórnvalda og einstakra fyrirtækja.
Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar
Námskeiðið hentar til dæmis stjórnendum og mannauðsstjórum í fyrirtækjum og stofnunum en einnig áhugafólki um vinnumarkað.
Þátttökugjald er 75.000 kr
Gerð er krafa um að hafa lokið háskólanámi á grunnnámsstigi.
Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á meistarastigi.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur. Kennsla hefst 22. apríl 2025 og stendur til 31. maí 2025. Námsmat fer fram dagana 2. - 3. júní 2025.
Þáttakendur taka námskeiðið ásamt nemendum í meistaranámi Háskólans á Bifröst. Þáttakendur geta búist við að verja um 25-30 klukkustundum á viku í vinnu við námskeiðið.
Kennari
Kennari námskeiðsins er Arndís Vilhjálmsdóttir
Styrkir
Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi
Umsóknarfrestur
Umsóknarfrestur er til 22. apríl.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.
Skráning
Skrá mig
Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.
Svona skráir þú þig á námskeið:
- Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
- Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
- Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.
Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.