Hagnýt áhættuvísindi

Hagnýt áhættuvísindi

Í áfanganum er lögð áhersla á beitingu áhættuvísinda út frá verkefnastjórnunarsjónarmiði og munu nemendur beita hugtökum, aðferðum og líkönum við ýmis dæmi og verkefni. Nemendur sem stunda nám í öðrum námslínum en verkefnastjórnun eru einnig velkomnir, þar sem áhættuvísindi verða sífellt mikilvægari þar sem fyrirtækjum, stefnumótendum og leiðtogum hins opinbera er falið að taka ákvarðanir og fjárfesta út frá ítarlegu áhættumati.

Takmarkið er að nemendur tileinki sér þá vinnuþætti áhættustjórnunar í verkefnastjórnun og rekstri fyrirtækja annars vegar og hæfni til greiningar og stjórnunar óvæntrar áhættu hins vegar. Kynnt verða grundvallarhugtök, meginreglur, nálganir, aðferðir og líkön um hvernig eigi að skilja, meta, miðla, stjórna og ákvarða áhættu. Fjallað um þætti sem stuðla að markvissri og skilvirkri áhættustjórnun. Umræður og þjálfun við greiningar, ákvarðanatöku, stjórnun og áætlanagerð.

Farið er ítarlega í greiningu á áhættuhugtakinu með áherslu á mikilvæga tengingu við þá þekkingu, eða skort á þekkingu, sem áhættu- og líkindadómar byggja á. Í þessu námskeiði verður farið dýpra í hvað veldur og aðferðir við að greina styrk þekkingar (SoK – Strength of Knowledge).

Þessi efni eru sett fram og skoðuð á þann hátt að útskýrt er hvernig þau tengjast, t.d. hvernig á að einkenna og miðla áhættu með sérstakri áherslu á að endurspegla óvissu; hvernig á að greina áhættuskynjun og faglegt áhættumat; hvernig á að meta áhættu og leiðbeina þeim sem taka ákvarðanir, sérstaklega í málum sem fela í sér mikla óvissu og gildismun; og hvernig á að samþætta áhættumat í verkefnum.

Sjá kennsluskrá hér. 

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir stjórnendur, verkefnastjóra og aðra sem vilja læra að beita áhættuvísindum í störfum sínum. 

Þátttökugjald er 75.000 kr

Gerð er krafa um að hafa lokið háskólanámi á grunnnámsstigi.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á meistarastigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur. Kennsla hefst 22. apríl 2025 og stendur til 31. maí 2025. Námsmat fer fram dagana 2. - 3. júní 2025. 

Þátttakendur taka námskeiðið ásamt nemendum í grunnnámi Háskólans á Bifröst. Þátttakendur geta búist við að verja um 25-30 klukkustundum á viku í vinnu við námskeiðið.  

Kennari

Kennari námskeiðsins er Víðir Kristófersson

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 22. apríl.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

 

Skráning


Skrá mig

Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

 

Svona skráir þú þig á námskeið:

  1. Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
  2. Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
  3. Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.