Íslenska sem annað mál
Aðfararnám við Háskólagátt Háskólans á Bifröst er ætlað þeim sem hafa annað tungumál en íslensku að móðurmáli. Um tveggja ára námsleið er að ræða sem undirbýr nemendur fyrir háskólanám á íslensku. Námið er 70 einingar og dreifist á allt að tvö ár þar sem gert er ráð fyrir að nemendur stundi aðfaranám í íslensku sem annað mál samhliða námi við Háskólagátt. Hluti af námskeiðunum er kenndur á íslensku með stuðningi og styður við nám í íslensku sem öðru máli.
Þá býðst einnig íslenskunám fyrir nemendur sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Um einstaka námsleið er að ræða, sem gerir nemendum kleift að taka fullan þátt í íslensku málsamfélagi, s.s. í vinnu eða námi. Námið spannar stig A.1.2 til B.2 á Evrópska tungumálarammanum. Nemendur taka stöðumat við upphaf náms og byrja á getustigi við hæfi.
Þar sem íslenskunámið tekur mið af Evrópska tungumálarammanum og stöðumat fer fram á milli getustiga hafa nemendur yfirsýn yfir eigin færni og geta fengið staðfestingu á færni sinni í íslensku. Lengd námsins fer eftir færni við upphaf náms og námsframvindu nemanda, en það er skipulagt þannig að þeir sem hefja nám á stigi A.1.2 séu komnir á stig B.2.1 eftir tvö ár, standist þeir stöðumat á milli stiga í hvert sinn. Eins og annað nám á Bifröst er nám í Háskólagátt og íslensku kennt í fjarnámi svo það hentar vel með vinnu, og hægt er að stunda námið hvar sem er.
Umsóknarfrestur er til 20. júní nk. fyrir nám í háskólagátt ætluð nemendum sem eru ekki með íslensku sem móður, en fyrir íslensku ekki sem móðurmál er umsóknarfrestur til 14. ágúst nk.