1. mars 2025

Háskóladagurinn 2025

Allir háskólar landsins standa að Háskóladeginum, en tilgangur hans er að kynna tilvonandi háskólanemendum og öðrum áhugasömum fjölbreytt námsframboð og námsleiðir sem eru í boði á Íslandi. 

Kynningar fara fram í Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Allir háskólar verða þar með kynningar og uppákomur  og gefst gestum tækifæri á að spjalla við nemendur, kennara og annað starfsfólk skólanna og fá upplýsingar um fjölbreytta námsmöguleika. 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta