Viðskiptafræðinám á Bifröst frábær undirbúningur
Húni Jóhannesson, stundakennari við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, útskrifaðist nýverið úr meistaranámi í fjármálum fyrirtækja frá Háskóla Íslands. Hann varð í hópi þeirra 10% útskrifaðra sem hlotið hafa hæstu einkunn frá árinu 2008 en Húni hlaut 9 í einkunn fyrir ritgerð sína. Vitnað er í ritgerð Húna í Viðskiptablaðinu og má nálgast greinina hér
Húni lauk BS námi í viðskiptafræði við Háskólanum á Bifröst og segir námið hafa verið frábæran undirbúning fyrir áframhaldandi nám og vinnu.
„Námið er mjög verkefnamiðað þannig að ég náði ég fljótt tökum á þeim vinnubrögðum sem krafist er í háskólanámi og lærði ennfremur samspil skipulagningar og viðleitni. Þá má ekki gleyma þeim lærdómi sem felst í því mikla hópastarfi sem er á Bifröst. Þar slípast samskipti þín við fólk sem er þér jafnvel algjörlega ókunnugt, en þegar þið standið saman andspænis krefjandi verkefnum þá þarf að finna leiðir til að leysa þau í sameiningu," segir Húni.
Leiðbeinandi Húna var Hersir Sigurgeirsson en Húni hefur einnig lokið meistaranámi í fjármálahagfræði frá Háskóla Íslands. Síðastliðin ár hefur hann m.a. kennt hagnýta stærðfræði, stjórnunarbókhald og rekstarhagfræði við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst. Nálgast má allar helstu upplýsingar um viðskiptafræðinám við háskólann hér
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta