Margréti Jónsdóttur Njarðvík, rektor, bauð þátttakendur velkomna á Bifröst. 

Margréti Jónsdóttur Njarðvík, rektor, bauð þátttakendur velkomna á Bifröst. 

9. september 2022

Verkalýðsskólinn hefur göngu sína

Verkalýðsskólinn hóf nýlega göngu sína við Háskólann á Bifröst. Um er að ræða samstarfsverkefni háskólans og Alþýðusambands Íslands um námskeið sem fjalla um samningatækni, kjarasamninga og réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Þá er einnig farið í fundarstjórn og framsögn og örugga tjáningu.

Námskeiðin eru ætluð öllu fólki sem hefur áhuga á störfum verkalýðsfélaga og kjarabaráttu, en um framkvæmd og skipulagningu sér Endurmenntun Háskólans á Bifröst. Er skemmst frá því að segja að Verkalýðsskólinn fór afar vel af stað og er stefnt að því að skólinn komi saman aftur næsta vor.