8. júlí 2015

Verðlaunahafar á útskrift

Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst útskrifaði  um 130 nemendur frá skólanum laugardaginn 13. júní. Nemendurnir sem útskrifuðust voru úr Háskólagátt, grunn- og meistaranámi. Útskriftarverðlaun hlutu, Ásgeir Rúnar Viðarsson í Háskólagátt, Sigurbjörg R. Hjálmarsdóttir af viðskiptasviði fyrir hæstu einkunn grunnnema, Fanney Daníelsdóttir fyrir hæstu einkunn á meistaraprófi á viðskiptasviði, Elsa Guðrún Jónsdóttir fyrir hæstu einkunn á meistaraprófi á lögfræðisviði og Hlynur Jónsson fyrir hæstu einkunn á meistaraprófi á félagsvísindasviði.

Að auki fengu eftirfarandi fjórir nemendur felld niður skólagjöld á vorönn í tilefni af framúrskarandi námsárangri, þau Svanberg Halldórsson á viðskiptasviði, Björn Líndal Traustason á lögfræðisviði, Tjörvi Schiöth og Sigurður Kaiser Guðmundsson á félagsvísindasviði.

Fleiri myndir frá útskrift