12. ágúst 2022

Velkominn til starfa

Bernharður Guðmundsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri á upplýsingatæknisviði við Háskólann á Bifröst.

Bernharður á að baki 15 ára starfsreynslu í uppsetningu, umsjón og viðhaldi upplýsingatæknikerfa ásamt þjónustu við notendur og viðskiptavini. Á meðal fyrri vinnuveitenda Bernharðs má nefna þjónustunúmerið 1819, Tölvubankann og Hugsmiðjuna sem rekur Eplica vefumsjónarkerfið.

Verkefnastjóri á upplýsingatæknisviði er nýtt starfsheiti við Háskólann á Bifröst og hefur upplýsingatæknisviði því bæst öflugur liðsauki með Bernharði.

Á meðal þess sem verkefnastjórinn nýi mun sjá um er tæknibúnaður í fundarherbergjum og kennslustofum. Einnig mun hann hafa umsjón með upptökuaðstöðu háskólans, svo að dæmi séu tekin.

Við bjóðum Bernharð hjartanlega velkominn til starfa.