Velkomin til starfa 4. desember 2024

Velkomin til starfa

Susanne "Sanna" Arthur hefur gengið til liðs við Háskólann á Bifröst sem verkefnisstjóri OpenEU. 

Susanne er með háskólagráður frá Þýskalandi, Íslandi og Bandaríkjunum þar sem hún lauk doktorsprófi í norrænum fræðum frá University of Wisconsin-Madison árið 2015. 

Utan háskólans starfaði hún sem þýðandi hjá Point-to-Point Translations og Háskóla Íslands, hún var ritstjóri hjá Healthline Media og Psych Central, og starfaði sem  Director of Product Content (teymisstjóri fyrir tæknilega skrifara) hjá Controlant. 

Sem þjóðverji sem býr á Íslandi með bandarískum eiginmanni og þrítyngdu barni, kann Sanna að meta fjölbreytt, fjöltyngt og fjölmenningarlegt vinnuumhverfi og hún er spennt að ganga til liðs Háskólann á Bifröst og OpenEU verkefnið.

Við hjá Bifröst erum mjög glöð að fá Sönnu til liðs við okkur og bjóðum við hana hjartanlega velkomna til starfa.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta