
Velkomin til starfa
Ástdís Pálsdóttir Bang hefur verið ráðin í 50% starf sem sálfræðingur við Háskólann á Bifröst. Hún hóf störf þann 17. mars sl.
Háskólinn á Bifröst býður öllum nemendum upp á sálfræðiþjónustu, þeim að kostnaðarlausu. Þjónustan er miðuð að þörfum hvers einstaklings og er fullum trúnaði heitið. Sagt er nánar frá sálfræðiþjónustu háskólans á Uglu.
Ástdís útskrifaðist með BAc gráðu í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2018 og með MSc gráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2020, hún fékk starfsleyfi sálfræðings það sama ár.
Ástdís öðlaðist fjölbreytta reynslu undir handleiðslu reyndra sálfræðinga á þremur stöðum í meistaranámi sínu: Grensásdeild Landspítalans, þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða og á Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Í meistararannsókn sinni rannsakaði Ástdís tíðni þunglyndiseinkenna aldraðra á Íslandi.
Ástdís hefur starfsreynslu frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Samskiptastöðinni, þar sem hún hefur sinnt greiningu og meðferð á fullorðnum og öldruðum.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta