1. júlí 2024

Velkomin til starfa

Dr. Petra Baumruk, hefur verið ráðin lektor við lagadeild Háskólans á Bifröst. Petra mun sinna bæði kennslu og rannsóknum, en rannsóknaáherslur hennar liggja á sviði alþjóðaréttar, Evrópuréttar, umhverfis-og auðlindaréttar og stjórnsýsluréttar.

Petra hefur kennt við lagadeild Háskóla Íslands í m.a. alþjóðlegum umhverfisrétti, auðlindarétti og þjóðarétti og einnig lagadeild Háskólans í Reykjavík, þar sem hún kenndi umhverfisrétt, auk þess sem hún hefur verið prófdómari og leiðbeinandi með lokaritgerðum við báða háskólana. Þá starfaði hún við rannsóknir og kennslu við lagadeild Karlsháskólans 2014-2015.

Þá starfaði Petra sem lögfræðingur hjá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála á árunum 2019-2021, lögfræðingur í jafnréttisteymi Velferðarráðuneytis 2017-2018, lögfræðingur hjá PRA Health Sciences í Prag 2015-2016 og hjá EFTA dómstólnum í Lúxemborg árið 2013.

Er Petra boðin velkomin til starfa við Háskólann á Bifröst. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta