Velkomin til starfa 8. mars 2022

Velkomin til starfa

Guðrún Ólafsdóttir hefur verið ráðin aðalbókari og launafulltrúi við Háskólann á Bifröst. Hún hefur störf þann 10. mars nk. og tekur þá við af Margréti Vagnsdóttir, sem gegnt hefur stöðunni frá árinu 2017. 

Guðrún er með stúdentspróf frá Fjölbrautarskóla Vesturland. Hún lauk námi sem viðurkenndur bókari frá Háskólanum í Reykjavík og hefur auk þess tekið ýmis námskeið í bókhaldi og launaumsjón. Þá hefur Guðrún lokið námslínunni Máttur kvenna I og II hér við Háskólann á Bifröst.

Undanfarin ár hefur Guðrún starfað hjá Stéttarfélagi Vesturlands þar sem hún sá um bókhald, launaumsjón og ýmis verkefni tengd uppgjörsvinnu. Áður starfaði hún í tíu ár hjá KPMG við sambærileg verkefni.

Guðrún er borinn og barnsfæddur Borgnesingur og býr í Borgarnesi.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta