Velkomin í Háskólann á Bifröst
Nýnemadagur vorannar 2023 verður 3. janúar og hefjum við leikinn stundvíslega kl. 11:30 með ávarpi Margrétar Jónsdóttur Njarðvík, rektors Háskólans á Bifröst.
Þá kynna deildarforsetar, þau Stefan Wendt, Elín Jónsdóttir og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, starfsemi deilda sinna, Anna Jóna Kristjánsdóttir, forstöðumaður háskólagáttar segir frá starfsemi gáttarinnar og verkefnastjórar deilda kynna þjónustu háskólaskrifstofunnar. Jafnframt segja Helga Rós, námsráðgjafi og Ástdís Bang, sálfræðingur, frá þeirri þjónustu sem nemendur geta sótt til þeirra, upplýsingatæknisvið kynnir þjónustustarf sitt og bókasafn háskólans upplýsir um útlán og aðra þjónustu þess við nemendur.
Síðast en ekki síst þá fer fram kennsla á kennslukerfi háskólans. Þau helstu eru Ugla, innri vefur háskólans, Canvas sem er námskerfið og Inspera, sem er námsmatskerfið. Svo að nemendur geti byrjað námið af fullum krafti er nauðsynlegt að læra strax á þessi mikilvægu kerfi.
Fundurinn fer fram á Teams og hafa nýnemar fengið sendan hlekk á uppgefið netfang til háskólans. Einnig má nálgast hlekkinn í fréttaveitu Uglu.
Dagskránni lýkur kl. 13:10.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta