Uppskeruhátíð nýsköpunar
17. mars 2024

Uppskeruhátíð nýsköpunar

Spennandi lokaverkefni í nýsköpun og viðskiptaáætlanagerð verða kynnt á Uppskeruhátíð nýsköpunar í Menntaskóla Borgarfjarðar, laugardaginn 6. apríl, kl. 14:00-16:00.

Nemendur í nýsköpun og viðskiptaáætlanagerð hafa á þessari önn unnið af kappi við að móta og þróa eigin viðskiptahugmyndir. Þau nú tækifæri til að kynna lokaverkefnin sín á glæsilegri uppskeruhátíð, sem verður með svipuðu sniði og „Shark Tank“ viðskiptakynningar í samnefndum sjónvarpsþáttum.

Hér gefst áhorfendum því skemmtilegt tækiæfri til að kynnast nýjum og spennandi viðskiptahugmyndum, sem kunna að hafa áhrif á framtíðina. Við hvetjum alla til að mæta og styðja við þessa ungu frumkvöðla.

Að kynningum loknum verður boðið upp á léttar veitingar og tengslamyndun.

Við hvetjum öll til að mæta og taka þátt í þessari mikilvægu hátíð, þar sem nýsköpun og sköpunargleði fá að njóta sín til fulls. 

Áhugasöm eru vinsamlegast beðin um að tilkynna þátttöku hér fyrir 4. apríl