Unnar Steinn Bjarndal lektor við Háskólann á Bifröst verjandi í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu
Unnar Steinn Bjarndal hæstaréttarlögmaður og lektor við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Bifröst hefur verið skipaður verjandi Sævars Ciesielskis í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Unnar Steinn hefur kennt við Háskólann á Bifröst frá árinu 2009 og hefur meðal annars sinnt kennslu í námskeiðum um sakamálaréttarfar og refsirétt.
Að sögn Unnars er hér á ferðinni mál sem allir kannast við og hafa skoðun á. Fallist hefur verið á endurupptöku málsins og verður það rekið fyrir Hæstarétti Íslands á komandi mánuðum. Að sama skapi sé um að ræða gífurlegt réttlætismál fyrir sakborninga og aðstandendur þeirra og ljóst að sakborningar hafi verið beittir margskonar órétti í meðferð málsins á sínum tíma og allar götur síðan.
Í frétt sem birtist á visi.is segir Unnar Steinn það ekki útilokað að varpað verði ljósi á nýjar hliðar málsins og að hann finni til sérstakrar ábyrgðar sem verjandi Sævars. Hann telur að með málarekstrinum sé mikið undir fyrir réttarríkið og tiltrú almennings á réttarvörslukerfinu.
Upprunalega frétt má lesa á visi.is
Háskólinn á Bifröst býður upp ná í lögfræði bæði í stað- og fjarnámi. Boðið er upp á BS og MBL gráðu í viðskiptalögfræði. Einnig boðið upp á ML gráðu í viðskiptalögfræði sem veitir fullnaðarpróf í greininni en með því uppfylla útskrifaðir nemendur almenn menntunarskilyrði til að gegna störfum dómara og málflytjenda. Nánari upplýsingar um námið má finna hér.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta