
Umsóknarfrestur rennur út 20. janúar í Gulleggið
Gulleggið er frumkvöðlakeppni Klak Innovit sem haldin er að fyrirmynd MIT háskóla í Bandaríkjunum og VentureCup á Norðurlöndunum. Háskólinn á Bifröst er samstarfsaðili Gulleggsins.
Meginmarkmið keppninnar er að skapa vettvang fyrir ungt athafnafólk til að öðlast þjálfun og reynslu í mótun nýrra viðskiptahugmynda og rekstri fyrirtækja. Keppnin er orðin gæðastimpill á viðskiptahugmyndir og fyrir frumkvöðla sem munu á næstu árum laða að enn fleiri styrki, fjárfesta, skapa ný störf og verðmæti fyrir íslenskt þjóðfélag.
Sæktu um hérna.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta