2. febrúar 2015

Umhverfisnefnd Evrópusambandsins fundaði á Bifröst

Í tengslum við námskeiðið samanburðarstjórnmál hjá Dr. Magnúsi Árna Skjöld Magnússyni dósent við Háskólann á Bifröst var fundur í umhverfisnefnd Evrópusambandsins (Committee on the Environment, Public Health and Food Safety) haldinn á Bifröst. Um var að ræða uppsetningu (e.simulation) á fundi í nefnd Evrópuþingsins í Brussel að ræða. Nemendur settu sig í spor þingmanna sem fulltrúar landa sem aðild eiga að Evrópusambandinu sem og fulltrúa hagsmunasamtaka og tókust á um nýlega tillögu um tóbaksvarnir í álfunni.

Ásamt Magnúsi Árna var Pieter Pijlman gestakennari frá Hague University of Applied Sciences þátttakandi í námskeiðinu hélt utan um framkvæmd og skipulagningu fundarins.  

Samanburðarstjórnmál er námskeið í námslínunni HHS, eða heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði sem hefur verið kennd við Háskólann á Bifröst sl. 10 ár.

Sjá nánar um HHS hér.

Sjá fleiri myndir af viðburðinum hér.