
Umfjöllun birt á VOXEU
Hanna Kristín Skaftadóttir, lektor við Háskólann á Bifröst, ásamt sterkum hópi kvenna, fengu í vikunni umfjöllun sína birta á netmiðlinum cepr.org/voxeu, sem er stefnumótandi vettvangur rekin af Centre for Economic Policy Research (CEPR).
Umfjöllunin(e.column) ber yfirheitið „The role of journal editors and gender diversity in academic disciplines“ og fjallar um fjölbreytni og inngildingu á fræðilegum ritstjórnarnefndum, með áherslu á fjármálaskrif. Fjallað er um þá staðreynd að kynjamisvægi er enn til staðar í ritstjórnarnefndum fræðirita og þá sérstaklega á sviði fjármála og hagfræði. Ritstjórar fræðirita hafa áhrif á vísindalega þekkingu og miðlun rannsókna. Þrátt fyrir viðleitni til að draga úr ójöfnuði og auka fjölbreytni, þá er kynjamunur enn til staðar á þessum vettvangi.
VOXEU er netmiðill þar sem hagfræðingar deila rannsóknum og innsýn sem tengjast hagstjórn og stefnumótun. Greinar sem þar birtast byggja á akademískum rannsóknum en eru skrifaðar á aðgengilegri hátt fyrir fólk utan sérsviðsins. Margir höfundanna eru virtir vísindamenn frá CEPR og helstu háskólum heims. Fjallað er um efnahagsmál, fjármál, viðskipti, þróun, vinnumarkað og fleira. Oft eru birtar greinar sem fjalla um nýjustu efnahagskreppur, stefnumótandi ákvarðanir og alþjóðlega efnahagsþróun.
Málstofa á Jafnréttisdögum
Að auki verða Hanna Kristín, ásamt fjórum þeirra kvenna sem standa að greininni með málstofu á Jafnréttisdögum háskólanna þann 13. febrúar kl. 10:00 sem ber yfirheitið „Hverjir móta fræðilega umræðu í fjármálum? Jafnrétti, vald og tengslanet ritstjóra vísindatímarita“. Viðburðurinn fer fram á Teams. hægt er að tengjast málstofunni á síðu Jafnréttisdaga.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta