
Elín H. Jónsdóttir, Margrét Jónsdóttir Njarðvík og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir glæsilegar hver í sínum upphlut.
20. júní 2023Þrjár í þjóðbúningi
Elín H. Jónsdóttir, forseti lagadeildar, Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, forseti félagsvísindadeildar mættu til háskólaskólahátíðar í upphlut.
Venjan er að embættismenn háskólans séu í þar til gerðum skikkjum við brautskráningu og vakti þessi nýbreytni því verðskuldaða athygli. Jafnframt má segja að það hafi verið sérstaklega vel við hæfi, þar sem háskólahátíðina bar upp á sjálfan þjóðhátíðardaginn.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta