Spennandi sumarstörf í boði við Háskólann á Bifröst
28. maí 2020

Spennandi sumarstörf í boði við Háskólann á Bifröst

Háskólinn á Bifröst býður upp á spennandi sumarstöf fyrir stúdenta í sumar. Í boði eru fjölbreytt störf á sviði rannsókna, þýðinga og viðhalds. Starfstímabilið í flestum tilvikum um 10. júní og er í öllum tilvikum um fullt starf að ræða. Flest störfin ná yfir tveggja mánaða tímabil og hægt er að sækja um fram til föstudagsins 5. júní.

Hægt er að kynna sér störfin og sækja um með því að smella hér.