
Skráning stendur yfir í Mátt kvenna
Máttur kvenna er 11 vikna nám fyrir konur sem vilja öðlast þekkingu og færni í rekstri fyrirtækja. Hefur námið átt miklum vinsældum að fagna og frá árinu 2004 hafa yfir 1000 konur útskrifast úr náminu. Góð aðsókn var í Mátt kvenna á síðustu önn en 30 konur útskrifuðust þann 14. desember síðastliðinn.
Kennsla í Mætti kvenna fer fram í fjarnámi en að auki eru kennslustundir á vinnulotum þar sem lögð er áhersla á hópavinnu nemenda. Vinnulotur eru í upphafi og um miðbik námsins sem líkur svo með formlegri útskrift. Næsta námskeið í Mætti kvenna hefst 9. febrúar næstkomandi og er umsóknarfrestur til 31. janúar. Allar helstu upplýsingar um námið má nálgast hér.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta