Sápuboltinn haldinn með stæl
28. júní 2016

Sápuboltinn haldinn með stæl

Hinn árlegi Sápubolti, á vegum Nemendafélagsins við Háskólann á Bifröst, var haldinn síðastliðna helgina. Í sápubolta reynir á jafnvægið en þar er er fótbolti spilaður á plastdúk sem á er volgt vatn og sápa.

Hefð er fyrir því að nemendur og starfsmenn smali sér saman í lið og klæðir hvert lið sig upp í ákveðnu þema. Var mikið líf og fjör í sápuboltanum að venju en á föstudeginum var haldinn sápubolti fyrir krakkana á svæðinu.