Rannsóknir í forgrunni á Vísindavöku
Anna Hildur Hildibrandsdóttir, Erna Kaaber og Eiríkur Bergmann segja frá rannsóknum sínum í fyrirlestrarsal Vísindavöku, sem verður í Laugardalshöll, laugardaginn 30. september nk.
Anna Hildur, sem er fagstjóri í Skapandi greina og Erna Kaaber, sérfræðingur á sviði skapandi greina við Háskólann á Bifröst, segja frá rannsóknaverkefninu IN SITU.
Í þessum fyrirlestri er kynnt yfirstandandi rannsóknarverkefni IN SITU sem skoðar menningarlegt frumkvöðlastarf og stjórnhætti innan skapandi greina í evrópskum landsbyggðum. Á Íslandi beinist verkefnið að Vesturlandi og greinir leiðir fyrir þá sem starfa innan skapandi greina til að auka samkeppnishæfni og sjálfbærni á svæðum utan þéttbýlis.
Fyrirlestur Eiríks snýr hins vegar að mismunandi bylgjum af þjóðernispopúlisma sem gengið hafa yfir Vesturlönd undanfarna hálfa öld. Þjóðernishugmyndir, popúlismi, upplýsingaóreiða og samsæriskenningar af ýmsu tagi hafa verið áberandi í samtímanum í þjóðfélagsumræðu á Vesturlöndum – og raunar um allan heim – en ræturnar liggja mun dýpra. Í fyrirlestrinum varpar Eiríkur ljósi á hvað hafi valdið þessari þróun og hvert hún stefni?
Fyrirlestur Önnu Hildar og Ernu hefst kl. 14:00 en klukkkustund síðar eða kl. 15:00 ríður Eiríkur á vaðið með sinn fyrirlestur.
Ljósmyndin er úr safni IN SITU á Íslandi.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta