
Rannsóknarsetur kannar áhrif COVID-19 á starfsumhverfi menningarstjórnenda
Rannsóknasetur?í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst gerði um mánaðamótin september október könnun?meðal íslenskra menningarstjórnenda?á?starfi þeirra,?og?á?áhrifum?COVID-faraldursins?á starfsumhverfi þeirra.
Tilgangur könnunarinnar var?tvíþættur: Annars vegar að?kanna?aðstæður og bakgrunn íslenskra menningarstjórnenda, svo sem menntun og starfsaldur, en?hins?vegar?að athuga áhrif?yfirstandandi heimsfaraldurs á starfsemi?fyrirtækja og stofnana í menningargeiranum.?
Helstu niðurstöður þess hluta könnunarinnar sem snýr að yfirstandandi COVID-19 faraldri eru eftirfarandi: ?
- Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á menningarstofnanir og starfsemi þeirra.
- 75% svarenda segjast hafa þurft að fella niður viðburði.
- Mikil aukning hefur orðið í nýtingu samfélagsmiðla við miðlun efnis.
- Samdráttur í starfsemi hefur valdið niðurskurði í ráðningu verktaka fremur en uppsögnum fastráðins starfsfólks.
- Ríflega þriðjungur svarenda segir starfsemi sína hafa fengið opinberan stuðning vegna faraldursins.
- Aðeins um þriðjungur segir að aukin aðsókn Íslendinga hafi bætt upp fyrir fækkun ferðamanna vegna COVID-19.
Nánari upplýsingar um niðurstöður könnunarinnar er að finna hér.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta