Eiríkur var gestur á Sprengisandi Bylgjunnar sunnudaginn 30. júní sl. í tilefni af útkomu bókarinnar.

Eiríkur var gestur á Sprengisandi Bylgjunnar sunnudaginn 30. júní sl. í tilefni af útkomu bókarinnar.

1. júlí 2024

Orðræðuvopn samsæriskenninga

Weaponizing Conspiracy Theories er titillinn á nýju fræðiriti eftir dr. Eirík Bergmann, prófessor við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst. Útgefandi ritsins er Routledge og kemur það út síðar í þessum mánuði. 

Í kynningu bókarinnar m.a. að á tímum þegar sannleikur og skáldskapur renna saman beiti leiðtogar þjóðernispopúlista samsæriskenningum sem pólitísku vopni. Í bókinni er samspil popúlisma og samsæriskenninga skoðað og áhrif þeirra á lýðræðislega ferla könnuð. Þá eru þrjár megin samsæriskenningar samtímans teknar til skoðunar, en hver er um sig ríkjandi innan tiltekins heimshluta eða Evrasíukenningin í Evrópu, djúpríkiskenningin í Bandaríkjunum og and-vestrænar kenningar í Rússlandi. 

Þessar samsæriskenningar byggja í grunninn á áleitnum spurningum sem erfitt er að afsanna, eins og þeirri hvort verið sé að skiipta út kristinni arfleifð evrópu fyrir íslamskt samfélag byggt á sharia-lögum, hvort harðsvíruð klíka illvirkja ráði undir niðri ríkjum í Bandaríkjunum eða hvort Vesturlönd vinni á bak við töldin að því að eyða Rússlandi af yfirborð jarðar?

Í bókinni sé greint hvernig umræðu af þessu toga sem ætlað er að skapa ótta, hefur færst af jaðri stjórnmálanna og sífellt lengra inn í meginstraum samfélagsumræðunnar.   

Eiríkur var í tilefni af útgáfu bókarinnar gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi Bylgjunnar og er óhætt að segja að umfjöllun þeirra um efni bóknarinnar sé áhugaverð fyrir áhugafólk um stjórnmál. Hlusta má á viðtalið hér. 

Tengill á útgefanda 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta