
Opinn dagur Háskólans á Bifröst 29. apríl
Háskólinn á Bifröst verður með opinn dag laugardaginn 29. apríl, milli 14.00 – 17.00. Á opna deginum verður námsframboð skólans kynnt og nemendur bjóða gestum í gönguferðir um svæðið og skólann. Einnig verður skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna í boði yfir daginn.
Fulltrúar hverrar deildar og Háskólagáttar verða með tvær kynningar yfir daginn í Meistarastofu og Aðalbóli og er dagskráin sem hér segir:
14:15 og 15:15 Háskólagátt
14:15 og 15:15 Viðskiptadeild
14:45 og 15:45 Félagsvísindadeild
14:45 og 15:45 Lagadeild
Tónleikar og Leikhópurinn Lotta
Á Opnum degi verður einnig glæsileg skemmtidagskrá í boði fyrir alla fjölskylduna. Alda Dís og Eiríkur Hafdal halda tvenna tónleika í Hriflu klukkan 14:30 og 16:15. Þá verður Leikhópurinn Lotta með sýningu fyrir yngstu kynslóðina kl. 15 og andlitsmálning verður í boði. Árlegt vöfflukaffi verður einnig á sínum stað í hátíðarsal skólans á vegum Kvenfélags Stafholtstungna.
Nánari upplýsingar um daginn má finna á heimasíðu háskólans hér
Facebook viðburð Opna dagsins 29. apríl má finna hér
Verið hjartanlega velkomin á opinn dag Háskólans á Bifröst.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta