28. maí 2024

Nýtt loftslagsráð skipað

Bjarni Már Magnússon, deildarforseti við lagadeild Háskólans á Bifröst, var í dag skipaður í loftslagsráð til næstu fjögurra ára, 2024 til 2028.

Loftslagsráð er nú skipað níu fulltrúum sem hafa reynslu og þekkingu á loftslagsmálum og eru ráðsmenn fulltrúar m.a. atvinnulífsins, háskólasamfélagsins, sveitarfélaga og umhverfisverndarsamtaka. Meginhlutverk ráðsins er að vera stjórnvöldum ráðgefandi við stefnumarkandi ákvarðanir ásamt því að veita þeim aðhald í loftslagsmálum.

Formaður ráðsins, Halldór Þorgeirsson, var endurskipaður ásamt Brynhildi Davíðsdóttur, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, sem verður áfram varaformaður þess.

Önnur sem eiga sæti í loftslagsráði eru:

  • Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur og formaður vísindanefndar um loftslagsmál;
  • Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri hjá Eflu - þekkingarfyrirtæki, f.h. Samtaka atvinnulífsins;
  • Stefán Þór Eysteinsson, bæjarráði Fjarðabyggðar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga;
  • Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands, f.h. heildarsamtaka launþega;
  • Bjarni Már Magnússon, prófessor við Háskólann á Bifröst
  • Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, f.h. Samstarfsnefndar háskólastigsins;
  • Þorgerður María Þorbjarnardóttir, jarðfræðingur, f.h. umhverfis- og náttúruverndarsamtaka.

Jafnframt voru tveir fulltrúar úr háskólasamfélaginu skipaðir varafulltrúar í forföllum aðalfulltrúa eftir atvikum. Þeir eru Helga Ögmundardóttir, dósent við Háskóla Íslands og Ingibjörg Svala Jónsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands.

Skipan loftslagsráðs er á hendi umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og er skipan þess, eins og áður segir, til fjögurra ára í senn.

Nánari upplýsingar má nálgast hér

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta