Nýtt hjá Endurmenntun Háskólans á Bifröst
Endurmenntun Háskólans á Bifröst er komin með nýtt og áhugavert námskeið í gæðastjórnun og vottunum. Námskeiðið hentar sérlega vel stjórnendum, gæðastjórum og þeim sem vinna að gæðamálum fyrirtækja og stofnana. Það nýtist til dæmis þeim sem vinna að innleiðingu gæðakerfa, jafnlaunakerfa og grænna skrefa.
Í námskeiðinu er fjallað er um helstu aðferðir við gæðastjórnun sem geta nýst í fyrirtækjum sem stefna á vottun og um helstu atriði undirbúnings fyrir vottun og kröfur til vottunarstofa. Rýnt verður í aðferðir sem hafa reynst vel í rekstri gæðastjórnunarkerfa. Þá er einnig rætt um túlkanir á kröfum staðla fyrir mismunandi fyrirtæki og atvinnugreinar og um tengsl vottana og árangurs.
Þátttakendur kynnast jafnframt sögu gæðastjórnunar og læra helstu hugtök gæðastjórnunarkerfa og vottunarferlis. Þeir kynnast ólíkum tegundum gæðakerfa og vottana og munu geta borið þær saman og metið hvaða leiðir henta ólíkum fyrirtækjum og atvinnugreinum. þeir fá enn fremur hagnýnar leiðbeiningar um undirbúning og uppyggingu á gæðastjórnunarkerfi og læra að greina ferla og setja upp verklagsreglur og önnur gæðaskjöl.
Þá munu þátttakendur að námskeiði loknu geta stillt upp stöðumati og metið niðurstöðu þess, auk þess að öðlast innsýn í innri og ytri úttektir.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta