.jpg?w=920&autorotate=true)
Nýráðinn lektor í hagfræði
Francesco Macheda tók í byrjun maí við stöðu lektors í hagfræði við Háskólann á Bifröst. Starfið felur í sér skyldur á sviði kennslu og rannsókna, einkum á sviði alþjóðahagfræði, þróunarhagfræði og stjórnmálahagfræði með sérstakri áherslu á fjármálastofnanir og vinnumarkaðsmál.
Francesco lauk doktorsgráðu í stjórnmálahagfræði frá Marche Polytechnic University, á Ítalíu árið 2014. Hann fluttist sama ár til Íslands og tók þá við stöðu aðjúnkts á félagsvísindasviði Háskólans á Bifröst.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta