
Nýr samskiptastjóri Háskólans á Bifröst
Lilja Björg Ágústsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem samskiptastjóri við markaðssvið skólans. Lilja hefur störf í byrjun ágúst 2017 en hún tekur við starfinu af Maríu Ólafsdóttur sem er farin í fæðingarorlof.
Samskiptastjóri hefur m. a. forystu í markaðsmálum, sér um samstarf við aðila skólans, vinnur frétta og kynningarefni fyrir skólann, veitir ráðgjöf vegna efnis sem sent er í nafni skólans, heldur utan um heimasíðu skólans og sér um ritstjórn á henni, ber ábyrgð á innri markaðsmálum, fylgist með upplýsingaflæði skólans, viðburðastjórnun og fleira.
Lilja lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskólanum á Bifröst í júní 2017. Hún lauk b.sc. gráðu í viðskiptalögfræði einnig frá Bifröst árið 2015 en er auk þess með b.ed. gráðu í grunnskólafræðum frá Háskóla Íslands. Lilja hefur m.a. kennt við Grunnskóla Borgafjarðar á Kleppjárnsreykjum og sinnt aðstoðarkennslu við Háskólann á Bifröst bæði í Háskólagátt og við lagadeildina.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta