Nýr námsráðgjafi á Bifröst
5. október 2020

Nýr námsráðgjafi á Bifröst

Elfa Huld Haraldsdóttir hefur verið ráðin sem náms- og starfsráðgjafi við Háskólann á Bifröst. Hún útskrifaðist með MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands árið 2005 og hefur starfað við ráðgjöf á framhaldsskólastigi og í fullorðinsfræðslu hjá Námsflokkum Reykjavíkur og Þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar. Þá lauk hún MS gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands árið 2011.

Hlutverk náms- og starfsráðgjafar er að veita nemendum stuðning og þjónustu meðan á námi þeirra stendur, bæði varðandi vinnubrögð í námi og persónulega.

Skrifstofa námsráðgjafa er á 1. hæð skólans en viðtöl eru bæði veitt á staðnum og gegnum fjarfundabúnað. Opið er í námsráðgjöf alla virka daga milli klukkan 8 og 15. Best er að bóka viðtöl fyrirfram með því að senda tölvupóst á netfangið namsradgjof@bifrost.is.