Nýnemadagar Háskólans á Bifröst 9. ágúst 2017

Nýnemadagar Háskólans á Bifröst

Nýnemadagar Háskólans á Bifröst verða haldnir dagana 17.-19. ágúst og marka þeir upphaf skólaársins að vanda. Fjölbreytt dagskrá í boði sem samanstendur af áhugaverðum fyrirlestrum og kynningum á námsframboði og deildum. Kynntu þér málið.

Dagskrá Nýnemadaga

 

Grunn- og meistaranemar 

Fimmtudagur 17. ágúst - Hrifla

 

13.00
Skólasetning - Hrifla
Dr. Vilhjálmur Egilsson, rektor 
 
Lykill að árangursríku námi
Þjónusta við nemendur
Sigrún Jónsdóttir frkvstj. kennslu og þjónustu
 

Hlé gert á milli dagskrárliða

 
Kennslukerfið og nettengingar
Hjalti R. Benediktsson umsjónarm. kennslukerfis
15:30 Kaffihlé
16:00 Samhristingur
18:30 Hlé
19:00 Kvöldverður
20:00 Kynning á starfsemi nemendafélagsins
  - Dagskrá á vegum nemendafélagsins 

 

Föstudagur 18. ágúst 

 

9.30-10.30 Grunnnemar - Kynning á deildum
 

- Deildarforsetar og fulltrúar frá hvorri deild kynna nám og kennslu.

  • Viðskiptadeild – Meistarastofa
  • Félagsvísinda- og lagadeild – Vikrafell
10.00-11.00 Meistaranemar - Kynning á deildum 
 

- Deildarforsetar og fulltrúar frá hvorri deild kynna nám og kennslu

  • Viðskiptadeild - Hrifla
  • Félagsvísinda- og lagadeild - Glanni
11.00-12.00 Grunn – og meistaranemar - Hrifla
 
Vinnubrögð í háskólanámi
   Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir náms- og starfsráðgjafi
12.00-13.30  Hádegishlé

 

13.30-16.30 

 

Vinnustofur

 

Félagsvísinda- og lagadeild

Grunnnemar í viðskiptalögfræði
Meistaranemar í viðskiptalögfræði

Kl. 13.30 – 15.15 - Glanni
Alternative lawyering
James Peters, Director of LegalZoom Legal Services Limited, London Advisory Committee
Umsjón Helga Kristín Auðunsdóttir, lektor

Grunnnemar í HHS og miðlun og almannatengsl
Kl. 14.00 – 15.15 - Vikrafell
Máttur kvenna í Tansaníu
Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir, sviðsstjóri alþjóðasviðs
Umsjón Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir, deildarforseti

Grunnnemar í félagsvísinda- og lagadeild
Meistaranemar í viðskiptalögfræði
Kl. 15.30 – 16.30 - Glanni
Að vera fréttamatur
Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis
Umsjón Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir, deildarforseti

Meistaranemar í menningarstjórnun
Kl. 13.30 – 14.45 - Meistarastofa
Hugmyndin er 1%
Auðbjörg Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Perlu norðursins.
Umsjón Dr. Njörður Sigurjónsson, dósent
Kl. 15.00 – 16.30 - Meistarastofa
Íslensk menningarstefna og menningarstofnanir
Dr. Njörður Sigurjónsson, dósent
 

Viðskiptadeild

Grunnnemar - Forsetasalur
Kl. 13.30 Eigum við ekki að klára þennan díl!

- Nokkur lykilatriði í samningatækni
Farið verður yfir nokkur lykilatriði í samningatækni, þ.á.m. hvernig best er að undirbúa sig fyrir samningaviðræður. Einnig verður samningshegðun sérstaklega skoðuð, og m.a. út frá því hvað best er að gera þegar við semjum við aðila sem vilja bara hugsa um eigin hag. Einnig verður fjallað um ýmis atriði á sviði samningatækni eins og win-win aðferðina og hið svokallaða BATNA(best alternative to a negotiated agreement).
Umsjón Brynjar Þór Þorsteinsson aðjúnkt og Sigurður Ragnarsson deildarforseti


Meistaranemar - Hrifla
Kl. 13.30 Á hvaða leið ert þú?

Vinnustofa fyrir meistaranema sem Eðvald Möller, MScE, MBA leiðir.
Á síðustu áratugum hefur orðið róttæk breyting á hvernig mörg fyrirtæki eru skipulögð. Hraði, sveigjanleiki, ábyrgðardreifing og markaðshugsun eru eiginleikar sem flest fyrirtæki sækjast eftir. Verkefni og verkefnastjórnun henta einkar vel til að ná fram þessum markmiðum.
Verkefni krefjast annars konar stjórnunar en tíðkast í deildarskiptum fyrirtækjum og reyna mikið á gott skipulag, upplýsingatækni, mannleg samskipti og vandlega skilgreinda ferla. Nú er svo komið að líklega er starfsheitið „verkefnastjóri“ algengasta starfsheiti stjórnenda í heiminum og verkefnastjórnun eitt umtalaðasta og eftirsóttasta þekkingarsvið stjórnunar. Verkefni eru þeirra gerðar að þau eru tímabundin, þau ganga þvert á hlutverk og störf og eru útfærð til að ná tölusettum og skilgreindum markmiðum. Þau falla því vel að hugmyndafræði nútímans um stjórnun.
Í lok dags er stefnt að því að þið þátttakendur:
o    Hafið öðlast skilning á mikilvægi verkefnastjórnunar
o    Hafið öðlast skilning á mikilvægi markmiðssetningar
o    Hafið öðlast skilning á mikilvægi tímastjórnunar
o    Hafið öðlast skilning á sóun
o    Þekkir þig aðeins betur

   

 

Háskólagáttarnemar 

Föstudagur 18. ágúst 

 

13.00 Skólasetning - Hrifla
13.20
Endurlit og markmiðasetning 
Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir náms- og starfsráðgjafi
14.15 Kynning á kennslukerfi skólans
15.30 Hlé 
16.00  Samhristingur
18.30 Hlé
19.30 Kvöldverður

20.30

Kynning á starfsemi nemendafélagsins
- Dagskrá á vegum nemendafélagsins

 

Laugardagur 19. ágúst

 

09.00 Upplýsingatækni
12.00 Hádegishlé
16.00 Vinnuhelgi lýkur

 

Sunnudagur 20. ágúst

 

09.00 Undirbúningsnámskeið í stærðfræði
12.00 Hádegishlé
16.00 Námskeiði lýkur

 

*Birt með fyrirvara um breytingar

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta