8. september 2016

Nýlendustefnuna þarf að berja til baka

Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, skrifar grein á fréttavef Skessuhorns undir fyrirsögninni Nýlenduarðurinn. Í greininni segir Vilhjálmur nýlenduarð íbúðaeigenda á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 1995 vera um 1.000 milljarðar króna en arðurinn felist í því að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað tvöfalt meira en almennt verðlag á þessum tíma.

Þá segir Vilhjálmur nýlendustefnuna gagnvart landsbyggðinni birtast í aðgerðum ríkisvaldsins á mörgum sviðum og almennri umræðu og andróðri gagnvart landsbyggðinni. Hann telji að þessa nýlendustefnu þurfi að berja til baka og áhugavert verði að fylgjast með því á næstu vikum hvort stjórnmálaflokkarnir muni taka hana upp á sína arma eða hafna henni.

Greinina í heild sinni má lesa hér