Nemendur Fjölbrautaskólans við Ármúla heimsækja Bifröst
12. febrúar 2018

Nemendur Fjölbrautaskólans við Ármúla heimsækja Bifröst

Þeir Teitur og Ísak, nemendur við Háskólann á Bifröst tóku á móti föngulegum hópi útskriftarnema frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla síðastliðinn föstudag. Hópurinn lét hvorki rammíslenskt veðurfar eða þunga færð hafa áhrif á ferðir sínar og litu við á Bifröst. Þar fengu nemendur kynningu á námsframboði háskólans og skoðunarferð um svæðið. Eftir kynninguna fengu nemendur svo að gæða sér á pizzuveislu í boði skólans áður en haldið var aftur á stað til Reykjavíkur. Framhaldsskólanemendur eru ávallt velkomnir í heimsókn á Bifröst og hægt er að panta framhaldsskólaheimsóknir á netfanginu samskiptastjori@bifrost.is. Einnig er hægt að panta kynningu á námsframboði háskólans fyrir einstaka hópa og við sendum fulltrúa Háskólans á Bifröst á staðinn.