
Meistaranemi við Háskólann á Bifröst hlýtur styrk frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Magnea Steinunn Ingimundardóttir, nemandi við Háskólann á Bifröst, hlaut nýverið styrk vegna meistararitgerðar sinnar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Er þetta í fyrsta sinn sem félagið undirritar slíka samninga vegna meistararitgerða sem fjalla um málefni sveitarfélaga og hafa skírskotun til markmiða og aðgerða í stefnumörkun sambandsins fyrir árin 2014-2018.
Ritgerð Magneu Steinunnar ber heitið Þjónandi forysta og sjálfstæði í starfi starfsmanna í stjórnsýslu sveitarfélaga.
Um ritgerðina segir svo;
„Hugmyndafræði þjónandi forystu skapar starfsumhverfi sem einkennist af jafningjabrag, umboði til athafna og frelsi til frumkvæðis starfsmanna. Starfsmenn öðlast sjálfstæði í starfi, innri áhuga og vilja til að veita öðrum þjónustu. Starfsmaður stígur fram, hefur frumkvæði og leiðir í þeim verkefnum sem hann hefur hæfni eða reynslu til óháð því hvar hann er staðsettur í skipuriti. Þannig starfsumhverfi er mikilvægt í opinberri stjórnsýslu. Afrakstur væri aukin starfsánægja og árangur í starfi.“
Ákvörðun um að veita árlega, á árunum 2016-2018, styrki til allt að þriggja meistaranema var tekin af stjórn sambandsins árið 2015 í tilefni af 70 ára afmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nemur hver styrkur 250.000 kr.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta