
Markaðsfræði menningar í nýjum húsakynnum á Suðurgötu
Föstudaginn 11. september stóð Rannsóknasetur í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst fyrir opnum fyrirlestri um menningarmarkaðsfræði og möguleika til þess að auka aðsókn að myndlistarsöfnum. Frummælandi var tékkneska fræðikonan Radka Johnová sem er höfundur bóka og fjölda fræðigreina á svið markaðsfræði menningar og menningararfs. Fyrirlesturinn var öllum opinn og fór fram í nýju húsnæði Háskólans á Bifröst að Suðurgötu 10, þar sem áður var Evrópustofa. Um 30 manns voru mætt til að hlýða á fyrirlesturinn sem tókst vel og sköpuðust skemmtilegar umræður.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta